Það verða tímamót hjá handboltadeild Þórs í kvöld þegar liðið leika sinn fyrsta leik undir merkjum félagsins síðan árið 2006. Ákveðið var að leggja niður handboltafélagið Akureyri síðasta vor og endurvekja þess í stað meistaraflokk karla hjá Þór.

Þór hefur leik í Grill 66-deildinni í kvöld þegar liðið sækir FH U heim í Kaplakrika. Í dag eru 4899 dagar síðan Þór lék síðast mótsleik í meistaraflokki karla.

Halldór Örn Tryggvason er þjálfari Þórsliðsins en Geir Sveinsson, sem þjálfaði Akureyri síðari hluta síðasta keppnistímabils og stýrir nú Nordhorn í þýsku 1. deildinni, er ráðgjafi handknattleiksdeildar Þórs.

„Það er ekkert launungarmál að markmið okkar er að fara beint upp í Olís deildina – og að búa til þá breidd sem nauðsynleg er til að geta tekist á við Olís deildina,“ segir Halldór Örn í samtali við heimasíðu Þórs aðspurður um markmið vetrarins hjá liðinu.