Jake Daniels, leikmaður knattspyrnuliðs Blackpool, hefur komið úr skápnum. Hann er þar með fyrsti atvinnufótboltamaðurinn sem hefur opinberað samkynhneigð sína í Bretlandi.

Jake er einungis sautján ára gamall og spilar sem framherji fyrir Blackpool.

Sky Sports greinir frá þessu og í viðtali við miðillinn segir Jake að hann sé tilbúinn að „vera hann sjálfur“ og að hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi frá liðsfélögum sínum.

Hann segir að áður fyrr hafi hann fundið fyrir þörf til að fela kynhneigð sína til þess að starfa sem fótboltamaður

Síðustu ár hefur umræða um hinsegin fólks í breskri fótboltamenningu færst í aukanna. Og ljóst að miklir fordómar eru í garð samkynhneigðra í leiknum, sem skýrir hvers vegna Jake er sá fyrsti sem kemur opinberlega út úr skápnum.