Natalie Sago og Jenna Schroeder, dómarar í NBA-deildinni í körfubolta, urðu í vikunni fyrstu konurnar til að dæma saman leik í deildinni. Með því voru konurnar í meirihluta í dómaraþríeykinu sem sér um NBA-deildina í fyrsta sinn.

Sean Wright var aðaldómari leiksins sem var á milli Charlotte Hornets og Orlando Magic. Leiknum lauk með 117-108 sigri Magic í Amyway-höllinni í Orlando.

Alls eru fimm konur sem sinna dómgæslu í NBA-deildinni þessa dagana, 24 árum eftir að Violet Palmer og Dee Kanter urðu fyrstu konurnar til að dæma í deildinni. Sago var að hefja sitt þriðja tímabil sem dómari í NBA en Schroeder er á öðru tímabili sínu í deildinni.