Heimir Hall­gríms­son tók stóra á­kvörðun strax á fyrsta degi sínum í nýju starfi lands­liðs­þjálfara jamaíska lands­liðsins í knatt­spyrnu. Heimir kallað mark­vörðinn og reglu­legan fyrir­liða liðsins Andre Blake aftur inn í lands­liðs­hópinn en hann hafði ekki verið valinn í upp­runa­lega lands­liðs­hópinn sem mætir Argentínu undir lok mánaðarins.

Upp­haf­legi lands­liðs­hópurinn var gerður opin­ber nokkrum dögum áður en Heimir var kynntur til leiks sem nýr lands­liðs­þjálfari Jamaíka á blaða­manna­fundi skömmu fyrir helgi. Sá hópur vakti furðu því þar var ekki að finna Andre Blake.

Blake hafði áður gagn­rýnt jamaíska knatt­spyrnu­sam­bandið fyrir að­búnaðinn og skipu­lagið sem lands­liðið þurfti að búa við. Cedella Mar­l­ey, dóttir tón­listar­­goð­­sagnarinnar Bob Mar­l­ey, blandaði sér í málið eftir að lands­liðs­hópurinn hafði verið opin­beraður og taldi að knatt­spyrnu­sam­band Jamaíka væri að refsa Blake fyrir að gagn­rýna sam­bandið á opin­berum vett­vangi.

„Hvernig getur fyrir­­liði lands­liðsins ekki verið valinn í lands­liðs­hópinn fyrir sögu­­legan leik gegn Argentínu. Hvers vegna finnst mér eins og verið sé að refsa honum fyrir að standa upp og gagn­rýna knatt­­spyrnu­­sam­band Jamaíka? Allur heimurinn er að horfa á ykkur. Þið getið blekkt ein­hverja en ekki alla," skrifar Cedella Mar­l­ey í færslu á Insta­gram og boðaði sögu­legan dag þann 24. septem­ber næst­komandi.

Hins vegar hefur Heimi að bæla niður ó­á­nægju­raddirnar því strax á hans fyrsta degi sem lands­liðs­þjálfari var greint frá því að Heimir hefði á­kveðið að kalla Blake inn í lands­liðs­hópinn.

Sú á­kvörðun virðist falla vel í kramið hjá Cedellu Marl­ey því hún birtir skjá­skot af frétt um endur­komu Blake og bætir við lyndis­táknum af jamaíska fánanum.

Fyrsti leikur Jamaíka undir stjórn Heimis fer fram þann 27. septem­ber næst­komandi þegar liðið mætir stór­liði Argentínu í vin­áttu­leik á Red Bull leik­vanginum í Banda­ríkjunum.