Það hefur dregið til tíðinda á Reykjavíkurleikunum vinsælu því að í fyrsta skipti í sögu leikanna verður keppt í svokölluðum Rally sprett.
Á Íslandi er keppt í þó nokkrum akstursíþróttum, torfæru, Rally, Rallycross, drift, spyrnu og kappakstri og er löng hefð fyrir akstursíþrótt.
Í komandi keppni í Rally spretti, sem fer fram þann 4. febrúar næstkomandi á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði við Álfhellu, er fjöldi áhafna skráðar til leiks og ríkir mikil spenna fyrir komandi keppni að sögn talsmanns Akstursíþróttasambands Íslands.
Eftirfarandi keppendur eru skráðir en skráningarfrestur rennur út þann 3. febrúar 2023 og er því líklegt er að enn bætist í keppenda hópinn:
Yngsti keppandi helgarinnar er hinn 14 ára gamall Adam Máni en hann er að stíga sín fyrstu skref sem keppandi. Adam verður aðstoðarökumaður hjá bróður sínum Daníel, sem er 16 ára og þar með skipa þeir yngstu áhöfnina í Rallý sprettinum.
Elsti keppandi helgarinnar er Þorsteinn, 64 ára sem hefur verið viðloðinn við mótorsport í 45 ár. Hann mætir til leiks með fimm sonum sínum.
Eftirfarandi feðgar eru líka að keppa: Hlöðver og Jón Óskar, Kristinn og Hergill, Fylkir og Jóhann og Heiða.
Almar Viktor Þórólfsson varð í öðru sæti í AB varahlutaflokknum á 2021 hann keppir með aðstoðar ökumanninum Vigdisi Pálu Þórólfsdóttur.
Birgir Guðbjörnsson varð sömuleiðis í 2. sæti í AB varahlutaflokknum á síðasta ári.
Birgir Kristjánsson hefur keppt í Rally frá árinu 2018. Hann hefur náð ágætis árangri, tekið 3 gull, 3 brons og eitt silfur í einstaka keppnum, en ekki komist nær titli en það.
Daniel Victor Herwigsson er nokkuð nýr í sportinu. Keppti fyrst árið 2020.