Íslenska kvennalandsliðið mætir Kýpur í undankeppni HM 2023 í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalandsliðið mætir Kýpur.

Kýpur er ein sautján þjóða innan evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, sem kvennalandsliðið hefur aldrei mætt til þessa.

Þá hafa engin stúlknalandslið mætt Kýpur.

Lönd sem kvennalandsliðið á eftir að mæta: Albanía, Andorra, Armenía, Azerbaídsjan, Bosnía, Georgía, Gíbraltar, Kasakstan, Kósovó, Kýpur, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Moldóva, San Marínó, Svartfjallaland, Tyrkland.