Með tapi gegn Portúgal í gær varð ljóst að íslenska kvennalandsliðið væri úr leik í undankeppni HM 2023. Íslenska liðið situr eftir með sárt ennið en Portúgal fer í umspilið.

Ísland lenti manni undir í upphafi seinni hálfleiks þegar Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur var vísað af velli. Í kjölfarið komst Portúgal yfir úr vítaspyrnu en Íslandi tókst að jafna og koma leiknum í framlengingu.

Þar gerðu ferskir fætur Portúgals útslagið og skoruðu heimakonur þrjú mörk.

Þetta var annar tapleikur íslenska liðsins í röð eftir að Stelpurnar okkar voru 90 sekúndum frá því að tryggja sig inn á HM með jafntefli gegn Hollandi í september.

Það er í fyrsta sinn síðan á EM 2017 sem Ísland tapar tveimur leikjum í röð.

Þá hefur Ísland aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í öllum keppnum. Sá sigur kom gegn Hvíta-Rússlandi.