Íslenski boltinn

Fyrsta markið tryggði fyrsta sigurinn í Grindavík í 11 ár

Ýmir Már Geirsson var hetja KA þegar liðið sótti Grindavík heim í Pepsi-deild karla í gær. Hann tryggði Akureyringum langþráðan sigur í Grindavík.

Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, gerði góða skiptingu í Grindavík í gær. Fréttablaðið/Eyþór

Hinn tvítugi Ýmir Már Geirsson tryggði KA sigur á Grindavík í gær, 1-2, með sínu fyrsta marki í efstu deild. Þetta var jafnframt fyrsti sigur KA í Grindavík síðan 2007.

Ýmir kom inn á sem varamaður á 83. mínútu og níu mínútum seinna skoraði hann með góðu vinstri fótar skoti eftir undirbúning Elfars Árna Aðalsteinssonar. Þetta var aðeins fjórði leikur Ýmis í efstu deild en hann lék með Magna í 2. deildinni í fyrra.

KA hafði beðið í 11 ár eftir sigri í Grindavík og Ýmir braut því ansi þykkan ís í gær.

KA og Grindavík mættust fjórum sinnum suður með sjó í næstefstu deild á árunum 2013-16. Grindvíkingar unnu þrjá leiki og einum lyktaði með jafntefli.

Þegar KA sótti Grindavík heim í Pepsi-deildinni í fyrra höfðu Grindvíkingar betur, 2-1. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu níu mínútum fyrir leikslok.

Með sigrinum í gær komst KA upp í 6. sæti Pepsi-deildarinnar. Liðið er með 15 stig, tveimur stigum minna en Grindavík sem er í sætinu fyrir ofan. Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur Grindvíkingum fatast flugið og tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Guðmunda Brynja færir sig um set

Íslenski boltinn

„Fanndís var ekki sátt við þessa ákvörðun"

Íslenski boltinn

„Frábært að fá Dagnýju til baka"

Auglýsing

Nýjast

Jón Axel stigahæstur fyrir framan Curry

Ís­lendingur í einni stærstu raf­í­þrótta­deild heims

Nýtt nafn á bikarinn

Watford fyrst í 8-liða úrslitin

Juventus unnið 21 af 24 leikjum

Zaha í bann

Auglýsing