Íslenski boltinn

Fyrsta markið tryggði fyrsta sigurinn í Grindavík í 11 ár

Ýmir Már Geirsson var hetja KA þegar liðið sótti Grindavík heim í Pepsi-deild karla í gær. Hann tryggði Akureyringum langþráðan sigur í Grindavík.

Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, gerði góða skiptingu í Grindavík í gær. Fréttablaðið/Eyþór

Hinn tvítugi Ýmir Már Geirsson tryggði KA sigur á Grindavík í gær, 1-2, með sínu fyrsta marki í efstu deild. Þetta var jafnframt fyrsti sigur KA í Grindavík síðan 2007.

Ýmir kom inn á sem varamaður á 83. mínútu og níu mínútum seinna skoraði hann með góðu vinstri fótar skoti eftir undirbúning Elfars Árna Aðalsteinssonar. Þetta var aðeins fjórði leikur Ýmis í efstu deild en hann lék með Magna í 2. deildinni í fyrra.

KA hafði beðið í 11 ár eftir sigri í Grindavík og Ýmir braut því ansi þykkan ís í gær.

KA og Grindavík mættust fjórum sinnum suður með sjó í næstefstu deild á árunum 2013-16. Grindvíkingar unnu þrjá leiki og einum lyktaði með jafntefli.

Þegar KA sótti Grindavík heim í Pepsi-deildinni í fyrra höfðu Grindvíkingar betur, 2-1. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu níu mínútum fyrir leikslok.

Með sigrinum í gær komst KA upp í 6. sæti Pepsi-deildarinnar. Liðið er með 15 stig, tveimur stigum minna en Grindavík sem er í sætinu fyrir ofan. Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur Grindvíkingum fatast flugið og tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Valsmenn með pennann á lofti

Íslenski boltinn

Atli verður áfram í Kaplakrika

Íslenski boltinn

Nokkrir sóttu um starf yfirmanns knattspyrnumála

Auglýsing

Nýjast

Tindastóll upp í pakkann á toppnum

Haukar juku forskot sitt í toppsætinu

Njarðvík jafnaði nágranna sína að stigum

Svava og Þórdís til Svíþjóðar

Leik ÍBV og Þórs/KA frestað vegna veðurs

Bjarki Már biður um þinn stuðning

Auglýsing