Opnunarhátíð Paralympics fór fram í gær og hófst keppnin í dag. Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson keppti fyrstur Íslendinga og lenti í sjötta sæti í 100 metra flugsundi.

Greco keppir í flokki C3 en hún fæddist með heilalömun (e. cerebral palsy). Hin 24 ára gamla Greco er að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum.

Hún bætti eigið heimsmet þegar Greco kom í mark á 3:50,815, fjórum sekúndum á undan Wang Xiaomei frá Kína sem lenti í öðru sæti.

Alls eru sex Íslendingar sem taka þátt að þessu sinni.

Ásamt Róberti Ísaki eru þau Arna Sigríður Albertsdóttir, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, Már Gunnarsson, Patrekur Andrés Axelsson og Thelma Björg Björnsdóttir í Tókýó fyrir hönd Íslands.