Leikmen íslenska karlalandsliðsins fóru í dag á sína fyrstu æfingu í keppnishöllinni í Kaíró en þeir komu til borgarinnar í gærkvöldi eftir langt og strangt ferðalag.

Strákarnir okkar notuðu fyrripart dagsins til þess að safna kröftum eftir ferðalagið og hófu svo lokahnykkinn á undirbúningi sínum fyrir fyrsta leik sinn á mótinu sem er við Portúgal á fimmtudaginn kemur.

Ísland mætir svo Alsír á laugardaginn næsta og Marokkó á mánudaginn í næstu viku. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.30 að íslenskum tíma.

Hér að neðan má sjá myndskeið með ferðasögu íslenska hópsins og myndir af æfingu íslenska liðsins í hinni nýju og glæsilegu keppnishöll í Kaíró í dag.