Það voru tímamót hjá bandaríska knattspyrnusambandinu í gær þegar Carson Pickett varð fyrsta manneskjan til að leika landsleik eftir að hafa fæðst með vanþróaða útlimi [e. limb difference].

Þegar Pickett fæddist vantaði framhandlegginn á vinstri hendi hennar.

Hún hefur ekki látið það stöðva sig og á að baki rúmlega hundrað leiki í NWSL-deildinni, einni af sterkustu knattspyrnudeildum heims í kvennaflokki.

Carson lék allan leikinn í vörn bandaríska liðsins og hrósaði Vlatko Andonovski, þjálfari liðsins, henni í leikslok.