Fyrrverandi eiginkona Ragnars Sigurðsson í máli sem fjallað er um í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem birtist í gær kveður rangt sem Magnús Gylfason segir um að hafa hitt hana og þáverandi eiginmann hennar á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð að dvalarstað þeirra vegna grunsemda um heimilisofbeldi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá úttektarnefnd ÍSÍ sem send var á fjölmiðla í dag.

Ragnar Sigurðsson
fréttablaðið/anton

Fyrrverandi eiginkona Ragnars Sigurðssonar, sem er skilgreind sem A í skýrslu úttektarnefndar segist ekki hafa hitt Magnús né Ragnar Sigurðsson, landsliðsmann í knattspyrnu á kaffihúsi þennan dag né nokkurn annan og hún geti bent á fleiri en eitt vitni því til staðfestingar. Líðan hennar hafi heldur ekki verið með þeim hætti að hún væri að hitta neinn á kaffihúsi daginn eftir og Magnús hafi engar forsendur haft til að draga ályktanir um hennar líðan. Þá hafi hún heldur ekki hitt Ragnar næstu daga.

Magnús Gylfason, sem árið 2016 sat í landsliðsnefnd A-landsliðs karla en var þá hvorki starfsmaður KSÍ né í stjórn sambandsins, greindi úttektarnefndinni frá því að hann hefði hitt landsliðsmanninn og eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð til. Þar hefði landsliðsmaðurinn greint honum frá því sem hefði gerst um nóttina. Ekkert hefði bent til þess á þeim fundi að eiginkonan hefði sætt ofbeldi eða að hún hygðist leggja fram kæru.

,,Í samræmi við þær upplýsingar sem fyrrverandi eiginkona A hefur veitt nefndinni er skýrsla úttektarnefndarinnar uppfærð að þessu leyti á bls. 45," segir í yfirlýsingu frá úttektarnefnd ÍSÍ sem send var á fjölmiðla nú rétt í þessu.

Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í gær
Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Í upphaflegu skýrslunni er farið ofan í saumana á þremur málum sem varðar niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum.

Fyrrum eiginkona landsliðsmanns sagði í viðtali við úttektarnefnd ÍSÍ að það hefðu verið vonbrigði hvernig KSÍ tók á máli sínu mál. Þetta kemur fram í skýrslu frá úttektarnefnd á vegum ÍSÍ sem var sett á laggirnar til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum og landsliðum Íslands.

Þar er vitnað í frétt Fréttablaðsins frá fyrsta september sem segir að lögreglan í Hafnarfirði hafi verið kölluð að heimili í Garðabæ hinn 5. júlí 2016 eftir að landsliðsmaður í fótbolta, „gekk þar berserksgang, braut allt og bramlaði og hafði í hótunum við þáverandi eiginkonu sína.“

fréttin verður uppfærð