Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við nnattspyrnudeild KR en hún kemur í Vesturbæinn frá Kristianstad. Hún var hins vegar á láni hjá Þór/KA síðasta sumar.

Þórdís Hrönn er fædd árið 1993 á og hún að baki 121 meistaraflokksleiki með Breiðabliki, Stjörnunni og Þór/KA en hún hefur skorað 29 mörk í þeim leikjum. Hún varð bikarmeistari með Blikum árið 2013 og Íslandsmeistari með Stjörnunni haustið 2016.

Þá hefur Þórdís leikið með Älta IF og Kristianstad í sænsku efstu deildinni. Hún á að baki fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands og tvo leiki með A-landsliðinu.

Þórdís Hrönn er þriðji leikmaðurinn sem kemur til KR eftir að síðustu leiktíð lauk en áður höfðu Lára Kristín Pedersen og Ana Victoria Cate bæst í leikmannahóp liðsins. Þær voru allar liðsfélagar hjá Stjörnunni og sameina nú krafta sína á nýjan leik.