Babacar Sarr er 29 ára og spilaði með knattspyrnuliði Selfoss árin 2011-2012 og hefur síðan þá spilað í Noregi, Rússlandi og Sádí-Arabíu. Hann hefur verið eftirlýstur í Noregi í yfir tvö ár.

Árið 2018 var Sarr sýknaður af ákæru um nauðgun var en skipað að greiða fórnarlömbum bætur sem ákæruvaldið áfrýjaði. Rannsókn málsins hélt áfram en þegar Sarr mætti ekki í dómsal gefin var út handtökuskipun á hendur honum en hann hefur ekki enn fundist.

Gefin hefur verið út alþjóðleg handökuskipun á hendur Sarr en hann segist saklaus. Í samtali við Romsdals Budstikke, segist Sarr, ekkert hafa á móti því að greiða meintum fórnarlömbum skaðabætur ,,en af hverju ætti ég að greiða þær ef ég hef ekki gert neitt rangt."

Hann kveðst vera beittur ósanngirni og skilur ekki af hverju hann er eftirlýstur af Interpol. Í framhaldi af því að alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur honum, var samningi hans við Sádi-Arabíska liðið Damac, rift. ,,Ég mun aldrei sætti mig við að vera dæmdur sekur fyrir eitthvað sem ég hef ekki gert. Ég er ekki glæpamaður og ég verð aldrei glæpamaður."

Sarr hefur verið sakaður um ítrekuð kynferðisbrot og nauðganir gegn konum. Sarr segir rannsókn lögreglu á sínum málum tala sínu máli. ,,Ég gerði ekki neitt rangt. Það eru engin sönnunargögn í þessu máli því ég hef aldrei þvingað aðra manneskju í að stunda kynlíf með mér."