Babacar Sarr er 29 ára og spilaði með knattspyrnuliði Selfoss árin 2011-2012 og hefur síðan þá spilað í Noregi, Rússlandi og Sádí-Arabíu. Hann hefur verið eftirlýstur í Noregi í yfir tvö ár.

Fjallað er um sögu hans í norska blaðinu Dagbladet, mál hans bíður fyrirtöku í norska dómkerfinu sem gerir þá kröfu að ákærðir séu viðstaddir þegar þeirra mál eru tekin fyrir.

Sarr gekk til liðs við norska liðið Start í upphafi árs 2013 og spilaði seinna með Sogndal og Molde í Noregi þar sem að hann spilaði meðal annars undir stjórn Ole Gunnars Solskjær, fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United.

Árið 2018 var Sarr sýknaður af ákæru um nauðgun var en skipað að greiða fórnarlömbum bætur sem ákæruvaldið áfrýjaði. Rannsókn málsins hélt áfram en þegar Sarr mætti ekki í dómsal gefin var út handtökuskipun á hendur honum en hann hefur ekki enn fundist

Í janúar árið 2019, var samningi hans við Molde rift. Hann hélt því til Rússlands, þar sem framsalsamningur milli Noregs og Rússlands er ekki í gildi og spilaði þar með Yenisey Krasnoyarsk.

Gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendur Sarr í júní árið 2017 og stuttu seinna gengið til liðs við Sádí-Arabíska liðsins Damac þar sem erfitt reyndist að framfylgja handtökuskipuninni eftir.

Samningur Sarr við Damac rann út á síðasta ári og ekkert hefur til hans spurst eftir það. „Við trúum því enn að við getum haft upp á honum,“ sagði Thorn Nordheim saksóknari í Noregi.