Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnustjóri enska B-deildar liðsins Reading sakar fyrrum félag sitt um skort á virðingu eftir að honum var ekki boðið í glas eftir leik Reading gegn heimamönnum á Old Trafford í enska bikarnum á dögunum.
Svo fór að Manchester United bar sigurorð af Reading í leik liðanna en eftir leik bauð Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Paul Ince hjá félaginu, honum að hitta sig en Paul Ince lék með Manchester United á árunum 1989-1995.
„Ég fór strax upp að hitta Sir Alex eftir leik vegna þess að hann sendi mér textaskilaboð þar sem hann bað mig um að koma og hitta sig,“ greindi Paul Ince frá á blaðamannafundi sínum fyrir leik Reading gegn Watford.
„Ég, eiginkona mín og Thomas sonur minn fórum og hittum hann og ég spjallaði við hann í rúma klukkustund. Það olli mér vonbrigðum að enginn úr starfsliði Manchester United bauð mér upp á vínglas. Ég var ekki hrifinn af því og mér þykir það vanvirðing.“
Ince segist ekki taka þetta mikið inn á sig.
„Mér gæti ekki verið meira sama en ég stæri mig af því sem knattspyrnustjóri, að sama hvort ég tapa eða vinn, býð ég alltaf andstæðingnum upp á vínglas eftir á.“