Paul Ince, fyrrum leik­maður Manchester United og nú­verandi knatt­spyrnu­stjóri enska B-deildar liðsins Rea­ding sakar fyrrum fé­lag sitt um skort á virðingu eftir að honum var ekki boðið í glas eftir leik Rea­ding gegn heima­mönnum á Old Traf­ford í enska bikarnum á dögunum.

Svo fór að Manchester United bar sigur­orð af Rea­ding í leik liðanna en eftir leik bauð Sir Alex Fergu­son, fyrrum knatt­spyrnu­stjóri Paul Ince hjá fé­laginu, honum að hitta sig en Paul Ince lék með Manchester United á árunum 1989-1995.

„Ég fór strax upp að hitta Sir Alex eftir leik vegna þess að hann sendi mér texta­skila­boð þar sem hann bað mig um að koma og hitta sig,“ greindi Paul Ince frá á blaða­manna­fundi sínum fyrir leik Rea­ding gegn Wat­ford.

„Ég, eigin­kona mín og Thomas sonur minn fórum og hittum hann og ég spjallaði við hann í rúma klukku­stund. Það olli mér von­brigðum að enginn úr starfs­liði Manchester United bauð mér upp á vín­glas. Ég var ekki hrifinn af því og mér þykir það van­virðing.“

Ince segist ekki taka þetta mikið inn á sig.

„Mér gæti ekki verið meira sama en ég stæri mig af því sem knatt­spyrnu­stjóri, að sama hvort ég tapa eða vinn, býð ég alltaf and­stæðingnum upp á vín­glas eftir á.“