Leikstjórnandinn David Edwards sem lék eina leiktíð með karlaliði KR í körfubolta er látinn eftir að hafa barist við kórónuveiruna.

Edwards sem fæddist árið 1971 og var þar af leiðandi 48 ára gamall var búsettur í New York og lét lífið af völdum COVID-19 veirunnar á mánudaginn síðastliðinn.

Hann lék með KR-ingum fyrri hluta keppnistímabilsins 1996 til 1997 og setti meðal annars met yfir flestar stoðsendingar í einum leik í efstu deild en hann sendi 18 slíkar í leik gegn ÍR.

Texas A&M skólinn sem Edwards lék með á sínum tíma greindi frá þessum sorgartíðindum á twitter-síðu sinni í gær og Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, minnist fyrrverandi leikmanns Vesturbæjarliðsins á facebook-síðu sinni í dag.