Banda­ríski skíða­kappinn Kyle Sma­ine er látinn, 31 árs að aldri, eftir að hafa lent í snjó­flóði í Japan um helgina. Sma­ine varð heims­meistari árið 2015 í free-sty­le keppni Al­þjóða skíða­sam­bandsins.

Sma­ine var staddur í hlíðum Hakuba Norikura, skammt frá Tsugai­ke-skíða­svæðinu, þegar hann lenti í flóðinu. Skíða­maður frá Austur­ríki lést einnig í slysinu en ekki hefur verið greint frá nafni hans. Við­bragðs­aðilum tókst að bjarga þriðja manninum, Adam Ü, úr flóðinu.

Adam sagði í sam­tali við Mountain Gazette að þre­menningarnir hafi heyrt þegar flóðið fór af stað og séð það koma niður hlíðina. Þeir hafi reynt að leita skjóls og átt fótum sínum fjör að launa.

Í frétt Mirror kemur fram að yfir­völd hafi gefið út snjó­flóða­við­vörun á svæðinu fyrir helgina.