Keane var á dögunum myndaður fyrir utan heimavöll Fulham, Craven Cottage, þar sem að reyndi á leiklistarhæfileika hans. Keane var að leika í auglýsingu fyrir veðmálavettvang Sky Sports sem ber nafnið Sky News.

Óljóst er hvort að Keane hafi þurft að sýna sjaldséða mjúku hlið sína í auglýsingunni en hann er oftar en ekki þekktur fyrir að hafa verið skapstór í gegnum knattspyrnuferil sinn og óvæginn í gagnrýni sinni sem sérfræðingur um enska boltann hjá Sky Sports.

Keane vann ensku úrvalsdeildina með Manchester United sjö sinnum, varð bikarmeistari í fjórgang og vann hann Meistaradeild Evrópu einu sinni með félaginu. Í heildina lék hann 471 leik með félaginu, skoraði 51 mark og gaf 30 stoðsendingar.

Roy Keane á tökustað
DailyMail