Bernie Ecclestone, fyrrum framkvæmdarstjóri Formúlu 1 mótaraðarinnar hefur verið ákærður fyrir svik eftir að hafa ekki upplýst bresk skattayfirvöld um erlendar eignir að verðmæti 400 milljónum punda. Frá þessu er greint í breskum miðlum í dag.
Hinn 91 árs gamli Ecclestone er þekkt stærð innan Formúlu 1 heimsins og mun nú þurfa að svara til saka.
Ákæran á hendur honum er gefin út eftir veigamikla rannsókn skatta- og tollayfirvalda. Viðbúið er að fyrsti dagur í dómssal í málinu verði þann 22. ágúst næstkomandi í London.
Eccleston hefur verið duglegur við að koma sér í kastljós fjölmiðla að undanförnu. Undir lok maímánaðar var hann handtekinn á flugvelli í Brasilíu með skotvopn í fórum sínum.
Former Formula One supremo Ecclestone charged with fraud https://t.co/CxTLAzryOL pic.twitter.com/kVUqKnflzV
— Reuters (@Reuters) July 11, 2022