Kvennalið Vals mætir Slavia Prague í afskaplega mikilvægum leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Leikurinn er fyrri leikur liðanna í umspili fyrir riðlakeppnina og getur skipt gríðarlegu máli fjárhagslega ásamt því að lengja tímabil Valskvenna verulega.

Sigurlið einvígisins fær 500 þúsund evrur í sinn hlut, hundrað þúsund evrur fyrir að vinna einvígið og fjögur hundruð þúsund evrur fyrir að komast í riðlakeppnina. Það eru um 70 milljónir íslenskra króna.

Til samanburðar fær liðið sem fellur úr leik á þessu stigi keppninar 140 þúsund evrur eða um 19,7 milljónir íslenskra króna í sinn hlut.

Þá fá liðin 17 þúsund evrur, um 2,4 milljónir króna fyrir hvert jafntefli í riðlakeppninni og sjö milljónir fyrir hvern sigur.

Valskonur eru þegar búnar að tryggja sér 80 þúsund evrur, um 11,26 milljónir íslenskra króna í undankeppninni en hluti þess fór í að greiða ferðalag Valskvenna á fyrra stigi umspilsins.