Hugo Lloris, fyrirlið enska úrvalsdeildarliðsins í fótbolta karla, Tottenham Hotspur, hefur framlengt samning sinn við félagið.

Nýr samningur franska landsliðsmarkvarðarins gildir til ársins 2024. Vangaveltum um framtíð Lloris hefur því verið eytt en samningur þessa 35 ára gamla leikmanns var að renna út næsta sumar.

Antonio Conte sem tók við stjórnartaumunum hjá Tottenham Hotspur er þessa dagana að freista þess að bæta leikmönnum við leikmannahóp sinn.

Tottenham Hotspur lagði fram 15 milljóna tilboð í spænska landsliðsmanninn Adama Traore fyrir helgi en Wolves hafnaði því tilboði.