Jordan Henderson, fyrirliði karlaliðs Liverpool í knattspyrnu, hefur náði samkomulagi við forráðamenn félagsins um nýjan samning. Það er Athletic sem greinir frá þessu.

Samningaviðræður hafa staðið yfir í sumar og fyrir skömmu síðan var greint frá því að ekki hefði tekist að ná samningsfleti og Atlético Madrid nefndur til sögunnar sem mögulegur áfangastaður hjá þessum 31 árs gamla miðvallarleikmanni .

Núgildandi samningur Henderson við Liverpool er til ársins 2023 og Jürgen Klopp vill ekki missa fyrirliða sinn úr herbúðum liðsins.

Samningar eru í höfn að sögn Athletic og verður tilkynnt um langtímasamninginn síðar í þessari viku. Nýverði samdi Liverpool við Alisson Becker og Fabinho og viðræður standa yfir við Mohamed Salah um framlengningu á samningi hans.