Fylkir vann 3-1 sigur á Fjölni í lokaumferð Inkasso-deildar kvenna í kvöld og tryggðu sér um leið meistaratitilinn á heimavelli sínum.
Voru þær þegar búnar að tryggja sér sæti í efstu deild á nýjan leik eftir aðeins ári eftir að hafa fallið niður í Inkasso-deildina.
Fyrir lokaumferðina var ljóst að þær voru með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina sem hófst með leik Fylkis og Fjölnis og lýkur í kvöld.
Um svipað leyti mætti Keflavík liði Hauka og þurfti að treysta á að Fjölniskonur tæku stig til að eiga möguleika á að ná efsta sæti af Fylki.
Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og bætti Sigrún Salka Hermannsdóttir við marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.
Tóku Fylkiskonur því þriggja marka forskot inn í hálfleikinn. Sara Montoro lagaði stöðuna fyrir gestina á upphafsmínútum seinni hálfleiks en lengra komst Fjölnir ekki.
Upplýsingar um markaskorara koma frá Urslit.net