Íslenski boltinn

Fylkiskonur meistarar í 1. deild

Fylkir vann 3-1 sigur á Fjölni í lokaumferð Inkasso-deildar kvenna í kvöld og tryggðu sér um leið efsta sætið og með því titilinn á heimavelli sínum í kvöld.

Fylkiskonur fagna eftir að sætið í efstu deild var tryggt á ný á dögunum. Fréttablaðið/Ernir

Fylkir vann 3-1 sigur á Fjölni í lokaumferð Inkasso-deildar kvenna í kvöld og tryggðu sér um leið meistaratitilinn á heimavelli sínum.

Voru þær þegar búnar að tryggja sér sæti í efstu deild á nýjan leik eftir aðeins ári eftir að hafa fallið niður í Inkasso-deildina.

Fyrir lokaumferðina var ljóst að þær voru með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina sem hófst með leik Fylkis og Fjölnis og lýkur í kvöld.

Um svipað leyti mætti Keflavík liði Hauka og þurfti að treysta á að Fjölniskonur tæku stig til að eiga möguleika á að ná efsta sæti af Fylki.

Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og bætti Sigrún Salka Hermannsdóttir við marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. 

Tóku Fylkiskonur því þriggja marka forskot inn í hálfleikinn. Sara Montoro lagaði stöðuna fyrir gestina á upphafsmínútum seinni hálfleiks en lengra komst Fjölnir ekki.

Upplýsingar um markaskorara koma frá Urslit.net

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Víkingur semur við Atla Hrafn og Júlíus

Íslenski boltinn

Ljúka leik í Svíþjóð

Íslenski boltinn

Sandra meidd - Ásta Eir inn í hópinn

Auglýsing

Nýjast

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing