Fylkiskonur sigla lygnan sjó um miðja deild og eru svo gott sem öruggar með sæti sitt í Pepsi Max-deild kvenna fyrir næsta tímabil eftir 2-0 sigur á HK/Víking í kvöld.

Þegar fjórar umferðir eru eftir er enn tölfræðilegur möguleiki að Fylkir falli en Árbæingum dugar stig til að gulltryggja veru sína í deild þeirra bestu á næsta ári.

Marija Radojicic kom Fylkiskonum yfir um miðbik fyrri hálfleiks og í þeim seinni bætti Bryndís Arna Níelsdóttir við marki fyrir Fylki á 65. mínútu leiksins.