Fylkismenn unnu 2-1 sigur á Grindavík í Pepsi Max-deild karla í kvöld og komust með því upp í áttunda sæti deildarinnar.

Það eru aðeins þrjú stig sem skilja að FH í 3. sæti deildarinnar og Fylki í áttunda sæti þegar sex umferðir eru eftir.

Geoffrey Castillion kom Fylki yfir af vítapunktinum á upphafsmínútum leiksins og Hákon Ingi Jónsson bætti við öðru marki stuttu síðar.

Sigurjón Rúnarsson minnkaði muninn fyrir Grindvíkinga í lokasókn gestanna en lengra komust Grindvíkingar ekki.

Grindavík er því áfram í fallsæti með sautján stig, tveimur stigum á eftir KA og Víking.