Árbæingar staðfestu í dag að félagið hefði komist að samkomulagi við Tristan Koskor frá Eistlandi út tímabilið en hann lék fyrsta landsleik sinn fyrir hönd Eistlands fyrr á þessu ári.

Tristan er 23 ára gamall og skoraði 21 mark í 36 leikjum ásamt því að leggja upp fimm mörk með Eesti Karikas á síðasta tímabili.

Hann var verðlaunaður með sæti í landsliði Eistlands í janúar þar sem Eistland mætti meðal annars Íslandi í Doha.

Fylkir hefur leik í Pepsi-deildinni þann 27. apríl næstkomandi þegar Árbæingar mæta ÍBV í Vestmannaeyjum.