Hnefaleikagoðsögnin Ty­son Fury, tvö­faldur heims­meistari í þunga­vigt er mættur til landsins í þeim erindagjörðum að finna kraftajötuninn og áhuga hnefaleikakappann Hafþór Júlíus Björnsson. Þetta má sjá á samfélagsmiðlum Furys í morgunsárið þar sem hann birtir meðal annars myndskeið af sér á Keflavíkurflugvelli sem og fyrir utan æfingastöð Hafþórs í Kópavogi.

Ty­son Fury kom af stað orð­rómi um bardaga milli sín og Hafþórs undir lok júnímánaðar með því að spyrja að því á sam­fé­lags­miðlum hvort Haf­þór, betur þekktur sem Fjallið í þáttunum Game of Thrones gæti tekið við einu af sínum höggum.

,,Vitið þið hvar við erum? Íslandi," segir Fury í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlareikningi hans frá Keflavíkurflugvelli á Instagram. „Vitið þið hvað við erum að gera hér? Við erum að leita að Thor. Sýndu þig og berstu eins og maður."

Hann birtir síðan myndband af sér fyrir utan æfingastöð Hafþórs við Dalveg í Kópavogi.

,,Við komum til Íslands til þess að berjast við Thor, hann er ekki hér. Ef þú vilt berjast við mig, þá þarftu að mæta til Morecambe Bay og finna mig