Hnefaleikamaðurinn Tyson Fyry sletti hressilega úr klaufunum í Las Vegas í Bandaríkjunum með fjölskyldu sinni og vinum á sunnudagskvöldið síðastliðið.

Þegar gleðskapurinn stóð sem hæst kastaði Fury ljósmyndara Daily Mail út í sundlaug. Allir voru þó léttir eftir atvikið og Fury rétti ljósmyndaranum sáttarhönd með bjór í hönd.

Fury var þarna að fagna sigri sínum á Deontay Wilder í bardaga þeirra í þungavigt á laugardagskvöldið en þriðju rimmu þeirra á skömmum tíma lauk með rothöggi breska boxarans.

Hér að neðan má sjá myndskeið úr partýinu: