Úrúgvæ og Suður-Kórea gerðu í dag markalaust jafntefli í öðrum leik dagsins á Heimsmeistaramótinu í Katar. Jafnræði var með liðunum í leiknum sem fór fram á Education City leikvanginum í Al Rayyan.

Úrúgvæar fengu þó heldur betur tækifæri til þess að gera út um leikinn og enduðu til að mynda tvær marktilraunir þeirra í tréverkinu.

Engin mörk þó skoruð og skipta liðin því stigunum á milli sín og eru með eitt stig hvort eftir fyrstu umferð.

Síðar í dag mætast Gana og Portúgal í sama riðli.