Fótbolti

Fundarhöld um framtíð Sarri

Stjórn enska knattspyrnufélagsins Chelsea hefur setið á rökstólum í dag þar sem framtíð Maurizio Sarri knattspyrnustjóra karlaliðs félagisns í knattspyrnu er til umræðu.

Dagar Maurizio Sarri knattspyrnustjóra Chelsea gætu fljótlega verið taldir. Fréttablaðið/Getty

Fram kemur í frétt Skysports að for­ráðamenn enska knattspyrnufélagsins Chel­sea hafi hist í dag og fundað um framtíð Maurizio Sarri knatt­spyrn­u­stjóra karlaliðs félagsins. Zinedine Zidane og Frank Lampard hafa verið nefndir til sögunnar til þess að taka við starfi hans verði hann rekinn. 

Chelsea laut í lægra haldi fyrir Manchester United í 16 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær. Þar áður hafði liðið tapað 4-0 fyrir Bournemouth og 6-0 gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni með stuttu millibili. 

Það er skammt stórra höggva á milli næstu daga hjá Chelsea en liðið mætir sænska liðinu Mal­mö í síðari leik liðanna í 32-liða úr­slit­um Evr­ópu­deild­ar­inn­ar og svo á móti Manchester City í úr­slit­um enska deilda­bik­ars­ins. 

Líklegt þykir að Sarri fái nokkra leiki til þess að snúa genginu við en þolinmæðin muni bresta innan tíðar ef úrslitin verða liðinu ekki hagstæð. Chelsea er í harðri baráttu við Manchester United og Arsenal um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. 

Takist Sarri ekki að tryggja Chelsea sæti í Meistaradeildinni með því að hafna í einu af fjórum efstu sætum deildarinnar eða vinna Evrópudeildina er ansi líklegt að hann fái reisupassann. 

Fari svo að Sarri verði rekinn á meðan rússneski auðjöfurinn Roman Abrahamovic er eigandi félagins yrðu það 11. stjóraskiptin síðan hann eignaðist félagið árið 2000.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fótbolti

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Fótbolti

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Auglýsing

Nýjast

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Hilmar keppir á lokamóti heimsbikarsins

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Auglýsing