Eitt af markmiðum fundarins er að reyna að setja skýrari reglur um hvenær það er refsivert að boltinn fari í hönd andstæðingsins í fótbolta eftir að breytingar sem áttu sér stað fyrir tveimur árum ollu vonbrigðum.

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, sendi Gianni Infantino, kollega sínum hjá FIFA, bréf í vetur þar sem hann kallaði eftir því að reglunum yrði breytt í fyrra horf.

Tvö ár eru liðin síðan ákveðið var að breyta reglunum þar sem það gæti verið refsivert að fá boltann í höndina þótt það væri fyrir slysni. Reglunum var breytt á ný á síðasta ári en ekki hefur tekist að setja fordæmi sem hægt er að fara eftir.

Þá verður rangstæðureglan skoðuð á fundinum sem og notkun myndbandsdómgæslu og kostir þess að bæta við skiptingum.