Fótbolti

Adam Örn samdi við Górnik Zabrze í Póllandi

Bakvörðurinn Adam Örn Arnarson skrifaði í dag undir samning hjá pólska félaginu Górnik Zabrze sem þarf ekki að greiða fyrir Adam sem var samningslaus.

Adam Örn á æfingu með U21-árs landsliðinu á sínum tíma. Fréttablaðið/Anton

Bakvörðurinn Adam Örn Arnarson skrifaði í dag undir samning hjá pólska félaginu Górnik Zabrze sem þarf ekki að greiða fyrir Adam sem var samningslaus.

Samningurinn er til átján mánaða með möguleika á framlengingu.

Greint var frá því í pólskum miðlum að Adam hefði farið með Zabrze í æfingarferð til Kýpur enda liðið í leit að nýjum bakverði.

Hinn 23 ára gamli Adam virðist hafa heillað forráðamenn liðsins og mun hann skrifa undir samning í dag samkvæmt heimildum Błażyński. 

Verður hann um leið þriðji íslenski leikmaðurinn í Póllandi en þar eru fyrir Árni Vilhjálmsson og Böðvar Böðvarsson.

Adam á að baki einn leik fyrir íslenska landsliðið en hann hefur undanfarin ár leikið með Álasund í Noregi og Norsjaelland eftir að hafa farið ungur á árum til NEC Nijmegen í Hollandi frá uppeldisfélagi sínu, Breiðablik.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Fótbolti

Elías Rafn etur kappi við Man.Utd

Fótbolti

„Ronaldo á bara þrjá Evróputitla“

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing