Forsætisráðherra Japans, Yoshihide Suga, hefur fullyrt að Ólympíuleikarnir fari fram í Tókýó í sumar þrátt fyrir að faraldurinn sé í vexti þar í landi en leikunum var frestað fyrir sumarið 2020 vegna kórónaveirufaraldursins. Það virðist þó ekki ætla að stoppa yfirvöld núna.
Eins og staðan er í dag rúmlega 239 þúsund manns greinst með veiruna í Japan og 3.337 látist eftir að hafa smitast, samkvæmt upplýsingum Johns Hopkins háskólans. Nýtt afbrigði veirunnar, líkt og það sem komið hefur upp í Bretlandi, veldur nú miklum usla í Japan og er óttast „sprengingu“ í faraldrinum.
Vilja ekki að leikarnir fari fram
Að því er kemur fram í frétt BBC um málið eiga Ólympíuleikarnir að hefjast þann 23. júlí 2021 og Ólympíuleikar fatlaðra þann 24. ágúst. Gífurlegur kostnaður hefur þegar farið í leikana og til að tryggja sóttvarnir og gætu leikarnir orðið þeir dýrustu í sögunni.
Samkvæmt könnun ríkismiðilsins NHK er meirihluti Japanna andvígur því að leikarnir fari fram og vilja margir að leikunum verði annað hvort frestað enn frekar eða jafnvel aflýst. Forsætisráðherran segir aftur á móti að leikarnir muni fara fram og að fyllsta öryggis verði gætt.
In New Year's address, Suga vows to contain virus and hold Olympics https://t.co/mYY5q198G5
— The Japan Times (@japantimes) January 1, 2021