Enskir fjölmiðlar fullyrða að Rúnar Alex Rúnarsson gangist undir læknisskoðun hjá Arsenal í dag en Skytturnar vilja klára félagsskiptin fyrir hádegið á morgun.

Arsenal þarf að skrá Rúnar í leikmannahóp sinn fyrir hádegið á föstudaginn ef Skytturnar ætla að hafa Rúnar í leikmannahóp sínum um helgina.

KR-ingurinn æfði með liðsfélögum sínum hjá Dijon í gær en mun gangast undir læknisskoðun í dag ef marka má heimildir Telegraph.

Skytturnar greiða 1,5 milljónir evra fyrir Rúnar og verður hann um leið fjórði Íslendingurinn í herbúðum Arsenal.

Hjá Arsenal hittir Rúnar fyrir Inaka Cana, markmannsþjálfara sem hann vann áður með hjá Nordsjaelland.