Stærsta uppgjafarglímumót á Íslandi, Mjölnir Open, fór fram í húsakynnum Mjölnis í dag. Fullt var út úr dyrum og tóku rúmlega sextíu keppendur þátt frá átta félögum allstaðar að af landinu.

Kristján Helgi Hafliðason og Ingibjörg Birna Ársælsdóttir úr Mjölni unnu í opnum flokkum karla og kvenna. Auk þess unnu þau bæði sína þyngdarflokka og því vafalaust sigurvegarar dagsins. Að auki vann Kristján til verðlaunma fyrir uppgjafatak mótsins: armlás í glímu hans gegn Bjarka Þór Pálssyni frá Reykjavík MMA.

Kristján hafði betur gegn sigurvegara síðasta árs, Halldóri Loga Valssyni, í afar jafnri og skemmtilegri úrslitaviðureign í opna flokki karla. Ingibjörg vann einnig í fyrsta skipti, en hún hefur verið á mikilli sigurför að undanförnu og hefur á síðusta ári unnið opna flokkinn á öllum stórum jiu-jitsu mótum landsins.

Úrslit mótsins í heild sinni:
-60 kg flokkur kvenna:
1. sæti: Ingibjörg Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Álfrún Cortez Ólafsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Aniko Volentics (Mjölnir)
-70 kg flokkur kvenna
1. sæti: Margrét Ýr Sigurjónsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Guðrún Lilja Gunnarsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Ásta Bolladóttir (Mjölnir)
+70 kg flokkur kvenna
1. sæti: Arna Diljá S. Guðmundsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Ásta Sveinsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Katrín Ragnarsdóttir (Mjölnir)
-66 kg flokkur karla
1. sæti: Pétur Óskar Þorkelsson (Mjölnir)
2. sæti: Viktor Gunnarsson (Mjölnir)
3. sæti: Daniel Alot (Mjölnir)
-77 kg flokkur karla
1. sæti: Valentin Fels Camilleri (Mjölnir)
2. sæti: Vilhjálmur Arnarsson (Akureyri Jiu-Jitsu)
3. sæti: Valdimar Torfason (Mjölnir)
-88 kg flokkur karla
1. sæti: Kristján Helgi Hafliðason (Mjölnir)
2. sæti: Bjarki Þór Pálsson (Reykjavík MMA)
3. sæti: Sigurgeir Heiðarsson (Mjölnir)
-99 kg flokkur karla
1. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)
2. sæti: Þórhallur Ragnarsson (Mjölnir)
3. sæti: Bjarni Kristjánsson (Mjölnir)
+99 kg flokkur karla
1. sæti: Birgir Rúnar Halldórsson (Mjölnir)
2. sæti: Eggert Djaffer Si Said (Mjölnir)
3. sæti: Pétur Óskarsson (Mjölnir)
Opinn flokkur kvenna
1. sæti: Ingibjörg Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Margrét Ýr Sigurjónsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Gunnhildur Þorkelsdóttir (Mjölnir)
Opinn flokkur karla
1. sæti: Kristján Helgi Hafliðason (Mjölnir)
2. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)
3. sæti: Bjarki Þór Pálsson (Reykjavík MMA)