Aron Guðmundsson
Miðvikudagur 22. júní 2022
13.55 GMT

For­eldrar Arnórs Ingva, þau Una Kristín Stefáns­dóttir og Trausti Már Haf­steins­son höfðu verið í Frakk­landi á fyrstu tveimur leikjum Ís­lands á Evrópu­mótinu en áttu flug heim til Kefla­víkur á leik­degi liðsins gegn Austur­ríki. Una Kristín, móðir Arnórs rifjaði upp skemmti­lega ferða­sögu fjöl­skyldunnar í sam­tali við Frétta­blaðið í dag.

,,Við vorum á leiðinni heim til Ís­lands þegar að leikurinn hófst, höfðum verið úti í Frakk­landi á hinum leikjunum og flakkað á milli svæða en yngsti strákurinn okkar var á leið á fót­bolta­mót í Vest­manna­eyjum á þessum tíma,“ segir Una en saman eiga þau hjónin þrjá syni og eina dóttur.

,,Við höfðum velt þessum að­stæðum mikið fyrir okkur en fannst skipta máli að yngsti sonurinn fengi að upp­lifa mótið í Vest­manna­eyjum líkt og bræður hans höfðu gert á undan honum. Því var það sett í for­gang að vera úti fyrstu tvo leikina í Frakk­landi en fara svo heim með þann yngsta fyrir leikinn gegn Austur­ríki. Fram­haldið yrði síðan skoðað eftir þann leik.“

Knattspyrnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason
Fréttablaðið/GettyImages

Hlutirnir tóku óvænta stefnu

Flugið heim til Ís­lands bar upp á leik­degi gegn Austur­ríki og vanga­veltur Unu og fjöl­skyldunnar snerust ekki síður um að ná að lenda á Ís­landi í tæka tíð svo hægt væri að horfa á leikinn í sjón­varpinu.

,,Við vorum búin það reikna það út að ef allt myndi standast gætum við náð leiknum heima í stofunni. Þegar komið var á flug­völlinn úti í Frakk­landi varð hins vegar seinkun á fluginu. Hjartað fór að slá hraðar á þeim tíma­punkti, það yrði leiðin­legt að missa af leiknum.“

Fjöl­skyldan fór þó hikandi um borð í vélina og haldið var heim til Ís­lands. ,,Það lá við að ég hefði farið í stjórn­klefann hjá flug­stjórunum og beðið þá um að gefa í en ég lét það nú vera. Við náðum fyrri hálf­leiknum í símanum um borð í vélinni og gátum því fylgst með eins og nánast allir aðrir far­þegar gerðu.

Ís­lendingar komust yfir í leiknum með marki frá Jóni Daða Böðvars­syni á 18. mínútu. Seint í síðari hálf­leik fengu Austur­ríkis­menn víta­spyrnu en Aleksandar Dragovic brást boga­listin á punktinum. Alessandro Schöpf jafnaði hins vegar metin á 60. mínútu.

Jón Daði Böðvarsson kom Íslandi yfir í leiknum
Fréttablaðið/GettyImages

Þá gerðist það

Una og fjöl­skylda búa í Kefla­vík og það kom sér einkar vel þegar vélin sem flutti þau heim frá Frakk­landi lenti hér á landi. Stutt var frá Kefla­víkur­flug­velli og heim. ,,Við á­kváðum bara að skilja allar töskur eftir á flug­vellinum. Stefnan var tekin beint út úr flug­stöðinni og heim, töskurnar gætu beðið betri tíma.“

Þau ruku út úr flug­stöðinni og beint heim. ,,Við hlömmuðum okkur í sófann og ég var í sam­skiptum við vina­fólk okkar sem var úti á leiknum úti í Frakk­landi. ‘Una þetta er að fara gerast‘ sendu þau mér og ég hafði ekki hug­mynd um hvað þau áttu við.“

Vinahóp Arnórs og foreldrar hans, Una Kristín og Trausti fyrir miðju myndarinnar
Mynd: Una Kristín Stefánsdóttir

Vina­fólkið var þá búið að sjá Arnór Ingva hita upp á hliðar­línunni, hann væri að fara koma inn á í sínum fyrsta leik á Evrópu­mótinu. ,,Ég varð of­boðs­lega berg­numin og stolt þegar að hann kemur inn á. Þarna var lang­þráð tak­mark hjá Arnóri að raun­gerast. Draumur sem hann átti sér sem ungur strákur í fót­bolta að rætast.“

Una viður­kennir að það hafi gripið um sig ótta­blendin til­finning hjá fjöl­skyldunni þegar að Arnór fór upp í skalla­bolta í leiknum eftir að hafa komið inn á. Arnór fékk á sig högg og lá eftir í jörðinni. ,,Hann reis hins vegar sem betur fer upp. Maður vissi að þarna væri naglinn mættur, hann myndi sko ekki láta þetta stoppa sig.“

Þá gerðist það, stundin sem hverfur seint úr minni Ís­lendinga sem horfðu á leikinn. Í upp­bóta­tíma síðari hálf­leiks gátu Ís­lendingar sótt hratt. Theo­dór Elmar Bjarna­son geystist upp hægri kantinn, gaf boltann fyrir þar sem Arnór Ingvi Trausta­son var mættur á fjær­stöngina og kom boltanum í netið. Við sjáum mynd­band með ó­borgan­legri lýsingu Gumma Ben.

Húsið fylltist af fólki

Heima í Kefla­vík voru for­eldrar Arnórs. ,,Þessi at­burða­rás var dá­lítið í móðu fyrst um sinn, svo ó­trú­legt var þetta,“ segir Una Kristín. ,,Það trylltist allt hérna heima, allir símar byrjuðu að hringja. Við höfðum opnað úti­dyra­hurðina hjá okkur sem og út á pall þar sem við vorum að koma heim eftir langan tíma úti og allt í einu fylltist húsið af fólki.“

Una segir fólk hafa komið hlaupandi úr öllum áttum í hverfinu. Ná­grannar, vina­fólk og aðrir fjöl­skyldu­með­limir vildu taka þátt í gleði fjöl­skyldunnar. ,,Þetta var al­gjör­lega mögnuð stund. Það braust út mikill fögnuður og við grétum saman af gleði.“

Vina­fólk fjöl­skyldunnar hafi verið vel með á nótunum á þessum tíma­punkti. ,,Þau vissu að ég væri á leiðinni með yngsta strákinn, Viktor Árna til Vest­manna­eyja á fót­bolta­mót. Við áttum bókað far með Herjólfi að­eins nokkra klukku­tímum eftir leikinn. Þau fóru beint í að elda mat og buðu okkur yfir, léttu undir með okkur. Við þurftum að fara græja okkur í ferðina til Vest­manna­eyja og þetta voru frekar súrealískir klukku­tímar.“

Fjölskylda Arnórs studdi rækilega við bakið á sínum manni
Mynd: Una Kristín Stefánsdóttir

Máttu engan tíma missa

Una dreif sig í að pakka í töskur fyrir sig og strákinn og síðan lá leið þeirra til Eyja. ,,Ég opna bara ferða­töskurnar, tók það sem ég mögu­lega þurfti og fór beint út í bíl með Viktor. Missti það síðan út úr mér í leiðinni að ef ég yrði tekin fyrir of hraðan akstur þá væri ég með góða og gilda á­stæðu.“

Fram undan var ekki síður stór stund fyrir Viktor, knatt­spyrnu­mótin í Vest­manna­eyjum eru einn af há­punktum yngstu kyn­slóðar knatt­spyrnu­fólks hverju sinni. ,,Við mættum frekar seint til Eyja. Liðs­fé­lagar Viktors voru sofnaðir og ég var búin að segja honum að við myndum hálf­partinn læðast inn í svefn­álmuna, koma honum fyrir og síðan yrði haldið í háttinn.“

,,Við komum þarna inn í skólann þar sem mörg liðin héldu til, ég bauð góða kvöldið, það sátu þarna fullt af for­eldrum. Allt í einu heyrist: ‘Bíddu, er þetta ekki mamman? Er hún hér?‘ Mamman var svo sannar­lega mætt með yngsta soninn.“

Viktor Árni vakti að sama skapi mikla at­hygli á mótinu sökum þess að hann var bróðir Arnórs Ingva, nýjustu hetju Ís­lands. ,,Viktor er ekkert endi­lega fyrir það að vera í sviðs­ljósinu og hrópa ‘hér er ég!‘ Honum fannst það pínu ó­þægi­legt að allt í einu vildu frétta­menn og fjöl­miðlar taka við­tal við hann en auð­vitað var þetta mót rosa­leg upp­lifun fyrir hann og mjög skemmti­legt.“

Fréttablaðið/GettyImages

Heildaráhrifin mikil

Stemmningin sem skapaðist hjá Ís­lendingum á meðan að mótinu stóð var ein­stök. ,,Það fór ein­hvern veginn bara allt á hliðina hérna í bænum. Öll hring­torg voru skreytt, það var búið að stafa nafnið hans Arnórs á nokkrum stöðum í bænum, sam­staðan var mikil og góð.“

Una Kristín starfar sem hjúkrunar­fræðingur og gengi lands­liðsins hafði á­hrif inn í heil­brigðis­kerfið. ,,Maður heyrði frá því tengt geð­deild að fólki sem átti erfitt and­lega á þessum tíma hafi liðið betu Þetta tíma­bil lét fólki al­mennt séð líða betur. Mótið í heild sinni var náttúru­lega bara ein­stakt og maður horfir til baka á það sem eitt­hvað sem maður mun bara upp­lifa einu sinni á ævinni. Við fjöl­skyldan erum rosa­lega þakk­lát fyrir að hafa fengið að upp­lifa þetta saman með vinum og vanda­mönnum. Þessi sam­heldni og allt það sem átti sér stað í tengslum við mótið var bara al­gjör­lega frá­bært.“

Arnór horfir á eftir boltanum í markið
Fréttablaðið/GettyImages

Una segir hugann oft reika til þessa tíma. ,,Það eru góðar minningar sem tengjast þessu móti, eitt­hvað sem lifir með okkur um ó­komna tíð. Við erum ó­trú­lega stolt og glöð fyrir Arnórs hönd að hann hafi fengið að taka þátt í þessu, hafi átt hlut í þessu skemmti­lega tíma­bili.

Arnór Ingvi er alveg of­boðs­lega jarð­bundinn ein­stak­lingur. Hann er fljótur niður á jörðina en auð­vitað var þetta alveg svaka­lega gaman fyrir hann að eiga þetta af­rek. Stoltið er mikið og hann má bara alveg eiga það,“ segir Una Kristín Stefáns­dóttir, móðir knatt­spyrnu­mannsins Arnórs Ingva Trausta­sonar í sam­tali við Frétta­blaðið.

Athugasemdir