Fulham er komið í úrslit umspils um sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Derby County á Craven Cottage í kvöld.

Derby vann fyrri leikinn á Pride Park með einu marki gegn engu og var því í góðri stöðu fyrir leikinn í kvöld.

Ungstirnið Ryan Sessegnon kom Fulham yfir á 47. mínútu og á þeirri 66. skoraði Denis Odoi annað mark liðsins með frábærum skalla eftir hornspyrnu Sessegnon. Fleiri urðu mörkin ekki og Fulham fagnaði 2-0 sigri og sæti í úrslitaleik umspilsins.

Þetta er í fyrsta sinn sem leikur á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga, í 43 ár, eða síðan liðið mætti West Ham í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar 1975.

Það kemur í ljós á morgun hvort Fulham mætir Aston Villa eða Middlesbrough í úrslitaleiknum í umspilinu.