Það er Paul Pogba miðjumaður Manchester United sem frumsýnir skóna en hann notaði þá í fyrsta sinn gegn Atalanta í vikunni. United vann þar dramatískan sigur.

Pogba kom inn sem varamaður í leiknum og átti þátt í endurkomusigri liðsins.

Skórinn sem vakið hefur athygli.

Skórinn frá Adidas ber nafnið PREDATOR FREAK en parið kostar tæpar 40 þúsund krónur í Bretlandi. Hugmyndin kom upp í miðjum heimsfaraldri en Pogba kom að öllu ferlinu.