NBA

Frumraun LeBron með Lakers í nótt

Augu NBA-heimsins í nótt verða á Moda Center í Portland þegar heimamenn í Portland Trailblazers mæta Los Angeles Lakers með LeBron James innanborðs.

LeBron í æfingarleik með Lakers gegn Golden State á dögunum. Fréttablaðið/Getty

Augu NBA-heimsins í nótt verða á Moda Center í Portland þegar heimamenn í Portland Trailblazers mæta Los Angeles Lakers með LeBron James innanborðs.

Verður þetta fyrsti leikur LeBron í hinni sögufrægu Lakers-treyju eftir vistaskipti frá Cleveland Cavaliers í sumar.

Fetar hann með því í fótspor margra af bestu körfuboltamönnum allra tíma með því að leika fyrir stórliðið í Borg englanna.

Forráðamenn Lakers vonast til þess að LeBron komi liðinu aftur á sinn stall meðal bestu liða deildarinnar eftir að hafa misst af úrslitakeppninni undanfarin fimm ár.

Hefur hann sjálfur leikið til úrslita sem fulltrúi liðsins úr Austurdeildinni undanfarin átta ár með Cavaliers og Miami Heat.

Þetta verkefni verður hans stærsta á ferlinum, Vesturdeildin er gríðarlega sterk og lið Lakers er ekki með mörgum stórum nöfnum.

Vonast forráðamenn Lakers eftir því að LeBron nái því besta fram úr yngri leikmönnum liðsins, Brandon Ingram, Kyle Kuzma og Lonzo Ball.

Það skyldi enginn afskrifa LeBron James fyrir fram og má búast við því að ef hann haldist heill muni Lakers binda enda á fimm ára bið eftir úrslitakeppninni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Harden með 115 stig í síðustu tveimur leikjum

NBA

Harden með 57 stig í sigri Houston

NBA

Óstöðvandi í jólamánuðinum

Auglýsing

Nýjast

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Í beinni: Þýskaland 3 - 1 Ísland

Frakkar unnu sannfærandi sigur á Spáni

Gylfi Þór jafnaði markamet Eiðs Smára í dag

Liverpool slapp með skrekkinn gegn Palace

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Auglýsing