Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, greinir frá því í færslu á Instagram-reikningi sínum í dag að frumburður hennar og fótboltamannsins Árna Vilhjálmssonar, leikmanns Breiðabliks, sé kominn með nafn.

Strákurinn sem fæddist í síðustu viku fær nafnið Ragnar Frank Árnason.

Sara Björk, sem leikur með franska stórliðinu Lyon, hefur sett stefnuna á að vera komin á fulla ferð þegar íslenska landsliðið leikur í lokakeppni EM í Englandi næsta sumar.