Friðrik Ingi Rún­ars­son hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Þórs Þor­láks­hafn­ar í körfubolta en hann tekur við starfinu af Baldri Þór Ragn­ars­syni sem var í síðustu viku ráðinn þjálfari Tindastóls.

Friðrik Ingi sem er margreyndur og sigursæll þjálfari þjálfaði síðast karlalið Keflavíkur en hann ýjaði að því þegar hann lauk störfum þar að hann væri hættur þjálfun. Nú hefur þjálfarabakterían hins vegar náð tökum á honum og hann mun snúa aftur í þjálfun á komandi keppnistímabili.

Þessi 51 árs gamli þjálfari hef­ur hann unnið titla með Njarðvík og Grinda­vík auk þess að þjálfa ís­lenska landsliðið.„Ég komst að því á síðasta tíma­bili að það voru lík­leg­ast mis­tök að gefa það út að ég væri hætt­ur, það er ekki svo auðvelt þegar á reyn­ir og það hitti mig svo sann­ar­lega fyr­ir og hér er ég stadd­ur, á leiðinni út á gólf að gera það sem ég elska að gera, þjálfa og kenna körfu­bolta, gera leik­menn betri, inn­an sem utan vall­ar,“ segir Friðrik um endurkoma sína í þjálfun í samtali við Hafn­ar­frétt­ir.

Þór hafnaði í sjötta sæti í Dom­in­os-deild­arinnar á nýliðinni leiktíð en liðið hafði svo betur gegn Tindastóli í átta liða úrslitum áður en KR sló liðið úr leik í undanúrslitum.Þor­steinn Már Ragn­ars­son verður Friðriki til aðstoðar við þjálfun liðsins en hann hef­ur lagt skóna á hill­una vegna meiðsla.