Einn fremsti sjúkraþjálfari landsins og þó víða væri leitað, Friðrik Ellert Jónsson, birtir myndband á Instagram síðu sinni þar sem hann er að taka Albert Guðmundsson í gegn. Albert fótbrotnaði í leik með AZ Alkmaar gegn Heracles í október og var sagt þá að hann yrði frá í allt að fimm mánuði.

Friðrik er maðurinn á bakvið að koma Gylfa Sigurðssyni á Heimsmeistaramótið í Rússlandi og strákarnir í landsliðinu hafa verið duglegir að fljúga honum til sín til að taka sig í meðferð. Myndbandið af viku í lífi meidds atvinnumanns má sjá hér að neðan.

View this post on Instagram

Great week with @albertgudmundsson 💯

A post shared by Friðrik Ellert Jónsson (@fridrikellert) on