Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, var ekki tilbúinn að ræða málefni Kolbeins Sigþórssonar á blaðamannafundi landsliðsins í dag.

Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Kolbeinn hefði verið handtekinn í Stokkhólmi á dögunum.

Kolbeinn sem er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með karlalandsliðinu var þrátt fyrir það í byrjunarliði AIK um síðustu helgi og skoraði eitt mark.

„Við erum í stöðugum samskiptum við Kolbein og ræðum aðallega fótbolta. Ég vill ekki ræða önnur mál, við erum í góðum samskiptum við hann.“

Erik Hamrén tók í sama streng.

„Ég mun ekki tjá mig um þetta mál, það er á milli Kolbeins og félagsins hans. Ég reyni að einblína á hlið knattspyrnunnar.“