Fótbolti

Freyr á von á erfiðum leik í Andorra

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, segist eiga von á erfiðum leik gegn Andorra þótt að Ísland stefni að sigri þegar liðin mætast á föstudaginn.

Þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins. Fréttablaðið/Anton

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, segist eiga von á erfiðum leik gegn Andorra þótt að Ísland stefni að sigri þegar liðin mætast á föstudaginn.

Freyr ræddi við blaðamenn um lið Andorra og Frakkland á blaðamannafundi í dag þar sem farið var yfir andstæðinga okkar í næstu leikjum.

Þar benti hann á að Andorra væri annað lið heim að sækja en það lið sem spilar á útivelli, þeir þekki sína styrkleika og hafi náð í góð úrslit á heimavelli.

Þá benti hann á að í síðustu sex keppnisleikjum á heimavelli Andorra hefði Andorra aðeins tapað einum leik gegn Portúgal en unnið leik gegn Ungverjalandi.

„Andorra vill hægja á leiknum, það getur verið erfitt að horfa á þá og leikgreina því þetta er ekki skemmtilegt þótt að við berum virðingu fyrir þessu. Þeir vilja brjóta á andstæðingum sínum og komast inn í hausinn á mönnum,“ sagði Freyr og hélt áfram:

„Í þeim leikjum sem ég sá voru að meðaltali 37 aukaspyrnur og þegar mest var 62 aukaspyrnur. Við þykjum harkalegir en það eru nítján aukaspyrnur að meðaltali í leikjum Íslands. Þeir munu reyna að brjóta leikinn upp en við förum auðvitað til að reyna að vinna leikinn.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Fótbolti

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Fótbolti

Íþróttadómstóll dæmir PSG í hag gegn UEFA

Auglýsing

Nýjast

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Hilmar keppir á lokamóti heimsbikarsins

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Wayne Rooney sýndi á sér nýja hlið

Al Arabi staðfestir komu Arons

Auglýsing