Mótanefnd KRR hefur á ný ákveðið að fresta úrslitaleik Þróttar R. og Vals í meistaraflokki kvenna á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu að ósk beggja félaga.
Leikurinn átti að fara fram föstudaginn 24. febrúar í Egilshöll. Nýr leikdagur verður gefinn út eftir helgi.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem úrslitaleiknum er frestað en erfiðlega hefur gengið að láta hann fara fram.