Ekkert verður úr því að íslenska kvennalandsliðið mæti Slóvakíu og Ungverjalandi í undankeppni EM í næsta mánuði eftir að leiknum var frestað í dag.

Á fundi evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, í dag var ákveðið fresta leikjunum í apríl.

Ísland átti að mæta Ungverjum og Slóvökum eftir að hafa unnið leiki liðanna á Laugardalsvelli en Stelpurnar okkar eiga einnig eftir að mæta Lettum heima og Svíum heima og heiman.

Óvíst er hvort að EM kvenna sem átti að fara fram á næsta ári verði frestað um eitt ár eftir að Evrópumóti karla var frestað um eitt ár fyrr í dag.