Búið er að aflýsa leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni eftir að Elísabet Englandsdrottning lést í gær.

Enska úrvalsdeildin greindi frá tíðindunum rétt í þessu.

Í yfirlýsingunni kemur fram að með þessu vilji enska úrvalsdeildin heiðra minningu Elísabetar.

Áður var búið að aflýsa leikjum kvöldsins í ensku Championship-deildinni og öðrum íþróttaviðburðum í Englandi.

Manchester United og West Ham minntust Elísabetar fyrir leiki liðsins í Evrópudeildinni í gær en í tilkynningu Manchester United kom fram að UEFA hafi farið fram á að leikurinn færi fram.