Mótanefnd körfuboltasambands Íslands, KKÍ, hefur frestað tveimur leikjum í Subway-deild karla og kvenna vegna kórónaveirusmita.

Annars vegar er um að ræða leik ÍR og Vestra í Subway deild karla og hins vegar Hauka og Breiðabliks í Subway deild kvenna.

Áður hafði leikjum Vals og KR og Þórs Akureyrar og Tindastóls í karlaflokki verið frestað vegna smita í leikmannahópi Vals og Tindastóls.

Leikur ÍR og Vestra var á dagskrá í kvöld en leikur Hauka og Breiðabliks var settur á annað kvöld.

Leikjunum hafa ekki verið fundnir nýr leiktími.